BELCANDO fóðurtunna með hjólum, 15 kg
8.353 kr.
Fóðurtunna úr plasti, rúmar 15 kg af fóðri.
Tvö hjól að aftan. 100% loftheld.
Mæliskeið fylgir með.
Stærð: 25 x 45 x 61cm
Ekki til á lager
Lýsing
Haltu þurrfóðrinu fersku. Hundar vilja ferskt þurrfóður.
- Gæða ferköntuð fóðurtunna úr plasti sem rúmar 15 kg, með tveimur hjólum að aftan svo auðvelt er að renna undir innréttingu eða út í skúr.
- Sérstakur þéttikantur og smella til að gera tunnuna 100% lofthelda.
- Stærð: 25 x 45 x 61cm
Með því að geyma fóðrið í loftheldri tunnu heldur þú ferskleika fóðursins lengur. Fitan þornar síður og þránar ekki. Belcando fóður inniheldur ekki gervi rotvarnarefni og því mælum við með því að þið geymið fóðrið alltaf í lokuðum ílátum.
Við mælum með að fóðurtunnan sé alltaf þrifin með mildri sápu og vatni áður en nýr poki er tæmdur ofan í hana. Eðli fitu er að setjast innan í fötuna, eftir því sem fitan verður eldri þránar hún og skemmist og getur hún þannig skemmt út frá sér nýtt fóður sem sett er í tunnuna.
Munið að þurrfóður skemmist fljótt ef það er geymt á gólfi með gólfhita, í raka, nálægt glugga þar sem sól skín á það eða í herbergi sem í verða miklar hitabreytingar. Fóður á að geyma á þurrum og köldum stað.
Hunda- og kattafóður er matur líkt og okkar og á að geymast á sama máta. Áhöldin þarf að sama skapi að þrífa líkt og eldhúsáhöldin okkar : matar- og drykkjarskálar, fóðurdallar og -tunnur, mæliglös og mæliskeiðar þarf að þvo reglulega.